Menning

Vísur Svantes í Norræna húsinu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Kormákur Vísur Svantes hafa loðað við hann síðan 1976.
Kormákur Vísur Svantes hafa loðað við hann síðan 1976.
Grátbroslegar vísur Svantes eftir danska skáldið Benny Andersen verða fluttar í Norræna húsinu 14. ágúst klukkan 20.20.

Þær fjalla um örlög Svíans Svantes Svendsen sem bjó í Danmörku frá unga aldri eftir að hann varð viðskila við foreldra sína í ferjunni milli Svíþjóðar og Danmerkur.



Kormákur Bragason túlkar Svante og leikur á gítar.

„Ég kynntist þessu efni fyrst 1976 þegar ég var í lýðháskóla í Kungälv í Svíþjóð. Mér fannst músíkin flott og textarnir frábærir og Svante hefur loðað við mig síðan.

Síðar var ég við kennslu í Kungälv ásamt dönskum götuleikhúsmanni. Við settum Svantesviser á fóninn og þá sagði hann: „Nú veit ég hvar þú hefur lært dönsku Kormákur.“

Þeir sem spila með Kormáki eru Karl Pétur Smith á slagverk, Einar Sigurðsson á kontrabassa, Helgi Þór Ingason á píanó og Eðvarð Lárusson á gítar.

Aðgangseyrir er 1.500 krónur og miðar eru seldir við innganginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×