Fótbolti

Vistaskipti hjá Rúrik í Þýskalandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúrik Gíslason kom aðeins við sögu í fjórum leikjum með Nürnberg það sem af er tímabili
Rúrik Gíslason kom aðeins við sögu í fjórum leikjum með Nürnberg það sem af er tímabili Vísir/Getty
Rúrik Gíslason hefur fært sig frá Nürnberg í þýsku B-deildinni og yfir til Sandhausen sem spilar í sömu deild.

Landsliðsmaðurinn fékk lítið að spila hjá Nürnberg og sótti því á önnur mið. Sandhausen er í fimmta sæti B-deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Fortuna.

„Ég er afar ánægður með þessi skipti og mér líst virkilega vel á Sandhausen. Þetta er ekki sögufrægasta félag í Þýskalandi en það er á sínu sjötta tímabili í þessari deild, virðist vera að bæta sig og er aðeins tveimur sætum á eftir Nürnberg í deildinni," sagði Rúrik í viðtali við mbl.is eftir að hann gekkst undir læknisskoðun hjá nýja félaginu.

Hann fer til Sandhausen á sex mánaða samning en hann hafði verið hjá Nürnberg síðan 2015. Hann vonast eftir því að fara beint í byrjunarliðið, en þjálfarinn sótti fast að fá hann til félagsins.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×