Lífið

Vissi að hann ætlaði að hætta

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Simon Cowell hefur tröllatrú á strákunum í One Direction.
Simon Cowell hefur tröllatrú á strákunum í One Direction.
Simon Cowell sagði í þætti James Corden, The Late Late Show, á fimmtudag að hann hefði vitað í nokkrar vikur að Zayn Malik vildi hætta í strákasveitinni One Direction.

„Ég vissi að þetta myndi gerast, ef ég á að vera hreinskilinn. Við höfðum talað saman og hann sagði mér að hann væri ekki hamingjusamur og vildi hætta. Ég reyndi að biðja hann um að halda áfram, en hann var búinn að fá nóg og þegar fólk er búið að ákveða sig þá er ekki hægt að breyta skoðun þess,“ sagði Cowell, en Malik yfirgaf bandið á miðju tónleikaferðalagi þann 25. mars síðastliðinn.

„Ég viss að strákunum myndi bregða að heyra þessar fréttir, svo ég reyndi að gera allt sem í mínu valdi stóð til þess að láta þeim líða vel.“ Þeir fjórir sem eftir eru vinna nú að gerð fimmtu plötu sveitarinnar. „Ég er stoltur af þeim og held að þetta verði besta platan þeirra til þessa,“ sagði Cowell að lokum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×