Viðskipti innlent

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,2% milli mánaða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 1,3%.
Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 1,3%. vísir/pjetur
Vísitala byggingarkostnaðar er 120,8 stig en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Vísitalan var reiknuð um miðjan nóvember.

Verð á innlendu efni hækkaði um 0,3% og innflutt efni ásamt vélum, flutningum og orkunotkun hækkaði um 0,6%. Vísitalan gildir í desember 2014.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 1,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×