Viðskipti innlent

Vísir setur notendamet á íslenskum fréttamiðli

Tinni Sveinsson skrifar
Nokkrar af vinsælustu fréttum síðustu viku.
Nokkrar af vinsælustu fréttum síðustu viku. Vísir
Rúmlega 778 þúsund notendur sóttu Vísi heim í vikunni sem leið. Aldrei hafa verið fleiri notendur á íslenskum fréttamiðli en fyrra metið, rúmlega 771 þúsund notendur, átti Mbl.is frá því í desember síðastliðnum. Miðað er við Topplista Gallup og er tekið tillit til vikulegrar notkunar bæði innlendra og erlendra notenda.

Hinn mikla fjölda lesenda á Vísi þessa vikuna má meðal annars rekja til áhuga erlendra lesenda á frétt Iceland Magazine, sem er hluti af Vísi, á skoðanakönnun Siðmenntar. Í henni kom fram að 0,0% Íslendinga undir 25 ára aldri trúa að Guð hafi skapað heiminn.

Sömuleiðis vöktu fréttir af spillingarmálum innnan lögreglunnar, umræðu um listamannalaun, kæru 16 ára stúlku vegna líkamsleitar, andláti David Bowie og fleiru mikla athygli. 

Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar. Við tökum fagnandi við ábendingum, innsendum greinum og athugasemdum á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is) og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Facebook-síðu Vísis. Erlendir lesendur geta sömuleiðis fylgst með fréttum á Iceland Magazine.


Tengdar fréttir

David Bowie látinn

Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri.

Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi

Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld.

Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug

Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×