Erlent

Vísindamönnum hefur tekist að búa til hjartavef úr spínatlaufum

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Nýjar frumur eru ræktaðar á spínatlaufum sem hafa verið hreinsuð af sínum eigin frumum.
Nýjar frumur eru ræktaðar á spínatlaufum sem hafa verið hreinsuð af sínum eigin frumum. vísir/getty
Vísindamönnum hefur tekist að búa til mennskan hjartavef úr spínatlaufi. The Telegraph greinir frá þessu.

Markmiðið með rannsókninni er að endurskapa smágerð æðakerfi mennskra vefja. 

Þar til núna hafa vísindamenn reynt að notast við þrívíddarprentun til þess að ná þessu markmiði en án árangurs.

„Við tökum spínatlauf og sprautum í þau vökva sem fjarlægir allt frumuefni úr laufinu. Það sem eftir stendur er strúktúrinn sem heldur þessum frumum á sínum stað. Í kjölfarið ræktum við mennskar frumur á laufinu, í þessum strúktur,“ segir Glen Gaudette, einn vísindamannanna.

Vísindamenn telja að þessi tækni gæti seinna meir nýst í að rækta marglaga heilbrigðan hjartavef sem gæti komið sér vel fyrir sjúklinga sem hafa fengið kransæðastíflu.

„Við höfum mikið verk fyrir höndum en þetta lofar mjög góðu,“ segir Gaudette.

Rannsóknin verður birt í tímaritinu Biomaterials í maí en vísindamennirnir starfa við Worcester Polytechnic Institute í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×