Erlent

Vísindamenn keppast við tímann: Sudan sá eini karlkyns eftir af sinni tegund

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hér má sjá Sudan en mikið veltur á honum og getu hans til þess að geta afkvæmi.
Hér má sjá Sudan en mikið veltur á honum og getu hans til þess að geta afkvæmi. Vísir/AFP
Aðeins einn hvítur karlkyns nashyrningur af tegundinni sem kennd er við áttina norður er eftir á jörðinni svo vitað sé. Hann heitir Sudan og býr í Keníu. Tegundin er alveg við dyr útrýmingar og því veltur mikið á að Sudan eignist afkvæmi með annarri hvorri kvenkyns skepnunni af sömu tegund sem búa á sama svæði. Þar vinna sérfræðingar að því statt og stöðugt að viðhalda tegundinni.

Fylgst er með dýrunum allan sólarhringinn af vopnuðum varðmönnum. Nashyrningar eru í mikilli hættu vegna þess að Asíubúar telja horn þeirra geta læknað hina ýmsu sjúkdóma. Sérfræðingar segja ólöglega sölu á hornum nashyrninga arðbærari heldur en eiturlyfjasölu.

Sudan er telst gamall á mælikvarða nashyrninga en hann er 42 ára. Kvenkyns nashyrningarnir á sama verndarsvæði og Sudan eru ungar, önnur heitir Fatu og hún er 15 ára og hin heitir Najin og er 25 ára.

Þrátt fyrir að dýrin séu hraust og heilbrigð gæti aldur Sudan gert vísindamönnum erfitt fyrir þegar kemur að því að fjölga tegundinni. Þetta segir George Paul, dýralæknir hjá verndunarsvæðinu. Hann gæti því mögulega ekki átt náttúruleg mök við kvenkyns nashyrningana. Auk þess er sæðisfjöldi hans lágur sem flækir málin enn frekar. Najin gæti orðið þunguð en fætur hennar geta kannski ekki borið fullvaxta karlkyns nashyrning.

Ef enginn getnaður verður bráðlega er óhjákvæmilegt að hvítir nashyrningar úr norðri þurrkist alveg út af jörðinni. Hvíti nashyrningurinn úr norðri getur ekki átt afkvæmi með svörtum nashyrningi en mögulega gæti tegundin eignast afkvæmi með hvítum nashyrningi úr suðri. Þrátt fyrir að afkvæmið yrði ekki hreinræktað væri það betra en ekkert samkvæmt vísindamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×