Innlent

Vísindamenn kallaðir frá Holuhrauni: „Mátum svæðið mjög hættulegt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Víðir segir að svæðið sé mjög hættulegt eins og er.
Víðir segir að svæðið sé mjög hættulegt eins og er. visir/egill/valli
„Það er mikill órói á svæðinu og menn eru að sjá ummerki um nýjar sprungur,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í samtali við Vísi.

Vísindamenn og fjölmiðlamenn við gosstöðvarnar í Holuhrauni hafa verið kallaðir af svæðinu að skála í Drekagili. Þar mun mannskapurinn vera þar til að frekari upplýsingar berast.

„Við vildum ekki taka neina sénsa og höfum því sent sms á alla þá sem eru að störfum við Holuhraun.“

Víðir segir að þörf sé frekari skýringu á auknum hristingi á svæðinu.

„Það eru um átta manns að vinna þarna ásamt fjölmiðlamönnum. Við einfaldlega mátum svæðið mjög hættulegt.“


Tengdar fréttir

Live webcam: "Similar in size to the largest Krafla eruptions"

Magma started flowing in Holuhraun at 5:00 AM this morning. The eruption is located on the same fissure as the previous eruption on Friday morning, but is many times larger. This is the third eruption in the Bárðarbunga region in roughly a week, and the largest by far.

Hvað á nýja eldstöðin að heita?

Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun.

Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan 13:45 og 16:30 í dag. Gossprungan er um 1,5 kílómetri og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla.

Stærra gos en síðast

"Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×