Innlent

Vísar gagnrýni vegna Íslandspósts á bug

Sveinn Arnarson skrifar
Íslandspóstur hefur hækkað verð og skert þjónustu í dreifbýli.
Íslandspóstur hefur hækkað verð og skert þjónustu í dreifbýli. Fréttablaðið/Arnþór
Póst og fjarskiptastofnun segir það rangt að stofnunin hafi heimilað hækkun gjaldskrár Íslandspósts án þess að fyrir liggi mat stofnunarinnar á kostnaðargrunni félagsins.

Vísar stofnunin þar í orð Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hið rétta sé að kostnaður Íslandspósts við dreifingu pósts í einkaréttarþjónustu sé þekkt stærð.

Íslandspóstur hefur einkarétt á dreifingu bréfa sem eru minna en 50 grömm að þyngd. Verð til neytenda á þeim hluta starfseminnar á aðeins að ná yfir kostnað við dreifingu með örlitlu álagi.

Dreifing pósts umfram 50 grömm að þyngd er svo háð samkeppni og því þarf að tryggja að einkaréttarþjónusta Íslandspósts greiði ekki niður samkeppnisrekstur fyrirtækisins.

Í yfirlýsingu Póst- og fjarskiptastofnunar er þessum vangaveltum vísað á bug. Kostnaður við einkarétt sé þekktur og því hafi stofnunin samþykkt hækkun gjaldskrár fyrirtækisins á einkaréttarþjónustu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×