Erlent

Vísa því á bug að flugvél EgyptAir hafi beygt af leið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Egypsk yfirvöld neita því að flugvél Egypt Air sem hrapaði í Miðjarðarhafið hafi beygt skyndilega af leið áður en hún brotlenti.
Egypsk yfirvöld neita því að flugvél Egypt Air sem hrapaði í Miðjarðarhafið hafi beygt skyndilega af leið áður en hún brotlenti. Vísir/Getty
Egypsk yfirvöld vísa því á bug að flugvél EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið í síðustu viku hafi verið beygt af leið áður en hún brotlenti í sjónum.

Þessu hafði verið haldið fram af varnarmálaráðherra Grikklands sem greindi frá því að flugvélin hafi verið beygt skyndilega áður en hún hvarf af ratsjám og brotlenti. Fyrst hafi hún beygt í 90 gráður til hægri og svo í heilan hring í hina áttina.

Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Vísir/Graphicnews
Háttsettur yfirmaður innan flugmálayfirvalda Egyptalands segir að þetta sé ekki rétt og að engar óeðlilegar stefnubreytingar á borð við þær sem lýst er hér að ofan hafi átt sér stað áður en að flugvélin hrapaði.

Ekkert hefur fengist staðfest um ástæður þess að vélin brotlenti. Leiddar hafa verið líkur að því að hryðjuverkamenn hafi grandað vélinni frekar en að um tæknilega bilun sé að ræða.

Reykur greindist einnig inn á klósetti flugvélar EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið og með rafmagnslögnum hennar, skömmu áður en hún brotlenti.

Ljóst er að mörgum spurningum um orsakir slyssins er enn ósvarað og segir forseti Egyptalands að allar mögulegar tilgátur verði rannsakaðar. Ekki verður unnt að svara þessum spurningum fyrr en að flugritar vélarinnar finnast en allt kapp er lagt á að finna þá.

Alls voru sextíu og sex innanborðs, þar af þrjátíu frá Egyptalandi og fimmtán franskir ríkisborgarar, þegar vélin brotlenti í Miðjarðarhafi.


Tengdar fréttir

Myndir birtar af braki úr flugvélinni

Í ljós hefur komið að flugvél EgyptAir var beygt mjög snögglega áður en hún brotlenti í Miðjarðarhafið og að reykur hafi greinst um borð.

Leita að flugritum vélarinnar

Leitarflokkar hafa fundið ferðatöskur, flugvélasæti og líkamsleifar einhverra farþega flugvélar EgyptAir sem hvarf í Miðjarðarhafið í gærnótt. Ekkert hefur fengist staðfest um ástæður þess að flugvélin fór í hafið en talið er nær öruggt að það hafi verið af mannavöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×