Viðskipti erlent

Virgin sópar að sér verðlaunum

Finnur Thorlacius skrifar
Flugvél frá Virgin.
Flugvél frá Virgin.
Flugfélagið Virgin hlaut 5 af 13 verðlaunum sem veitt voru flugfélögum í könnun sem gerð var meðal bandarískra flugfarþega í maí og júní.

Virgin hlaut aðalverðlaunin sem besta flugfélagið, auk þess að hljóta viðurkenningu fyrir bestu upplifunina um borð, besta flugfélagið sem flýgur til Bandaríkjanna, besta afþreyingarkerfið, fyrir bestu þjónustuna á flugstöðvum og  besta umhverfi um borð. Önnur flugfélög sem hlutu viðurkenningu voru:

Besta afríska flugfélagið: Ethiopean Airlines

Besta flugfélagið í Asíu og Ástralíu: Garuda Indonesia

Besta flugfélag í Evrópu: Norwegian

Besta flugfélagið í miðausturlöndum: Emirates

Besta viðmót afþreyingarkerfis: Virgin Atlantik

Besti matur um borð: Turkish Airlines

Bestu tengi- og samgöngukerfi um borð: Norwegian

Besta úrval blaða og tímarita: Gulf Air

Um borð í einni flugvél Virgin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×