Viðskipti innlent

Virði félaga í Kauphöll eykst

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Kauphöllin við Laugaveg
Kauphöllin við Laugaveg
Virði skráðra félaga á Aðalmarkaði og First North-markaði Kauphallar Íslands (Nasdaq OMX Iceland) var í nýliðnum mánuði tæpum fjórðungi, 24,6 prósentum, meira en í júlí í fyrra.

Samanlagt markaðsvirði félaganna 17 nam í lok mánaðarins 608 milljörðum króna, samanborið við 488 milljarða í júlí 2013.

Fram kemur í tilkynningu Kauphallarinnar að viðskipti með hlutabréf hafi numið 13.897 milljónum í júlí eða 604 milljónum á dag.

„Þetta er 15 prósenta hækkun á milli ára,“ segir þar, en viðskipti í júlí 2013 námu 527 milljónum króna á dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×