Innlent

Vínveitingar í Heilsuverndarstöðinni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ný starfsemi í gömlu húsi Heilsuverndarstöðvarinnar.
Ný starfsemi í gömlu húsi Heilsuverndarstöðvarinnar. Fréttablaðið/E. Ól.
Hostel B47 í Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg vill fá leyfi til að selja léttvín í borðsal á fyrstu hæð í tengslum við gistahúsrekstur sinn.

Skipulagsfulltrúi borgarinnar segir fyrir sitt leyti að beiðnin sé í samræmi við aðalskipulag. Þó þurfi að meta hljóðvist þar sem starfsemin sé í íbúðargötu og segir koma til greina að takmarka opnunartímann. Byggingarfulltrúi frestaði afgreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×