Skoðun

Vinsamleg ábending til Hjálmars Sveinssonar

Sigurður Oddsson skrifar
Í tilefni þess að nú skuli Grensásvegur skemmdur, því ekki sé nógu mikil umferð á honum fyrir 2+2 akreinar, vil ég benda á, að á Bústaðavegi er of mikil umferð fyrir 1+1 akrein. Áætlað er, að setja hundruð milljóna króna af skattpeningum í að skemma Grensásveginn. Heilbrigð skynsemi segir að því fjármagni væri betur varið í endurbætur á Bústaðavegi.

Ýmislegt hefur komið frá borgarskipulaginu, sem undirritaður hefur ekki skilið, en að eyðileggja götu á þessum forsendum yfirgnæfir allt annað og er þó af nógu að taka.

Að tefja stóran hluta borgarbúa kvölds og morgna til og frá vinnu allt árið vegna örfárra hjólandi á sumrin er mér gjörsamlega óskiljanlegt.

Þrátt fyrir allt trúi ég ekki að svona mikill skortur sé á heilbrigðri skynsemi hjá meirihluta borgarstjórnar. Það hlýtur eitthvað annað og meira að hanga á spýtunni, sem rétt væri að segja borgarbúum frá. Að öðrum kosti er hætt við að enn meira fjármagn verði sett í að koma Grensásveginum í samt lag eftir næstu kosningar.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×