Viðskipti innlent

Vinsælustu íslensku vörumerkin á Facebook

ingvar haraldsson skrifar
Margir fara á Facebook í símanum.
Margir fara á Facebook í símanum. vísir/getty
Guide to Iceland er það íslenska vörumerki sem flestir hafa látið sér líka við á Facebook ef frá eru taldir þeir fjölmörgu tónlistarmenn sem getið hafa sér gott orð á erlendri grundu.

Icelandair er í öðru sæti. „Icelandair er að gera þetta ótrúlega vel á öllum samfélagsmiðlum. Þeir eru búnir að byggja upp ótrúlega stóran fylgjendahóp,“ segir Gunnar Thorberg Sigurðsson, stofnandi Kapals og aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í næsta sæti er Inspired by Iceland sem Íslandsstofa hefur markaðssett. 

Íslandsstofa hefur verið að vinna gríðarlega gott starf á samfélagsmiðlum og hefur byggt stóran hluta af sínu markaðsstarfi í kringum samfélagsmiðla, segir Gunnar.

Í fjórða sæti er svo Dohop. Athygli vekur að sælgætisframleiðandinn Nói Síríus er í fimmta sæti listans en fyrirtækið er það eina sem ekki tengist ferðaþjónustu.



Vinsælustu íslensku vörumerkin á Facebook:

  1. Guide to Iceland          299.811
  2. Icelandair                    265.768
  3. Inspired by Iceland     142.703
  4. Dohop                         89.770
  5. Nói Síríus                     68.126





Fleiri fréttir

Sjá meira


×