FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ NÝJAST 15:49

Sjáđu sigurmark Atla | Myndband

SPORT

Vinsćlasta hljómsveit Íslands

Tónlist
kl 10:00, 30. september 2011
vinsćl Hljómsveitin Of Monsters and Men nýtur gríđarlegra vinsćlda um ţessar mundir. fréttablađiđ/stefán
vinsćl Hljómsveitin Of Monsters and Men nýtur gríđarlegra vinsćlda um ţessar mundir. fréttablađiđ/stefán

Hljómsveitin Of Monsters and Men á bæði vinsælustu plötuna og vinsælasta lagið á Íslandi. Nýtt lag er væntanlegt sem heitir King and Lionheart.

„Þetta er ógeðslega skemmtilegt. Það er alveg geggjað að það sé tekið svona vel í þetta,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men.
Hljómsveitin, sem vann Músíktilraunir í fyrra, situr í efsta sæti Tónlistans með sína fyrstu plötu, My Head Is an Animal, og er þar fyrir ofan Helga Björns og Reiðmenn vindanna. Á aðeins tveimur vikum hefur platan selst í um fimm hundruð eintökum. Sveitin er einnig í efsta sæti Lagalistans á undan Mugison með hið vinsæla Little Talks sem hefur hljómað ótt og títt á öldum ljósvakans í sumar.

„Little Talks gekk framar vonum. Það kom okkur svolítið á óvart að það var spilað á öllum stöðum,“ segir Nanna Bryndís. „Svo vorum við að vona það besta með plötuna. Það er búin að fara mikil vinna og tími í þetta og okkur þykir öllum rosalega gaman að sjá að það séu einhverjir að fíla þetta.“

My Head Is an Animal, sem hefur að geyma huggulegt og grípandi þjóðlagapopp, átti upphaflega að koma út í febrúar, síðan í lok mars og eftir það í lok júlí. Núna er hún loksins komin út. Að sögn Nönnu Bryndísar vanmátu þau tímann sem fór í upptökuferlið og því urðu þau að fresta plötunni hvað eftir annað. „Við vildum gera þetta eins flott og við gátum. Við vildum ekki vinna þetta undir einhverri tímapressu.“

Tvennir útgáfutónleikar Of Monsters and Men verða í Gamla bíói 6. október og er uppselt á þá síðari. Enn eru örfáir miðar eftir á þá fyrri. Á Airwaves-hátíðinni um miðjan október spilar hljómsveitin síðan á fimm til sex tónleikum, þar af á þrennum sem eru hluti af formlegu dagskránni.

Miðað við vinsældir Nönnu Bryndísar og félaga má búast við því að erlendir útsendarar eigi eftir að leggja við hlustir. „Þessi Airwaves-hátíð er orðin svo stór að það kemur þangað hellingur af útsendurum þannig að það er um að gera að standa sig vel.“

Nýjasta lagið sem er farið í spilun af plötunni nefnist King and Lionheart og mun það vafalítið fylgja Little Talks fast á eftir í vinsældum. Næstu tónleikar Of Monsters and Men verða í verslun 12 Tóna í kvöld kl. 18.

freyr@frettabladid.is


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Tónlist 25. júl. 2014 14:12

Belle and Sebastian mćtir á ATP

Skosku indíhetjurnar láta sjá sig í Keflavík á nćsta ári. Meira
Tónlist 25. júl. 2014 11:30

Brjálćđisleg Brćđsla

Mikil hátíđarhöld fara fram á Borgarfirđi eystra um helgina ţegar ađ Brćđslan fer ţar fram í tíunda skiptiđ. Brćđslustjórinn Magni er miklu meira en spenntur. Meira
Tónlist 23. júl. 2014 19:00

Weird Al í fyrsta sinn á toppnum

Tónlistarmađurinn skrýtni á hátindi ferilsins eftir 35 ár í bransanum. Meira
Tónlist 23. júl. 2014 16:30

Snoop Dogg reykti gras í Hvíta húsinu

"Svo bćtti ég viđ ađ ţegar ég vćri ađ gera númer 2 vćri venjan ađ ég fengi mér sígarettu eđa kveikti í einhverju til ađ ná stemmingunni réttri.“ Meira
Tónlist 23. júl. 2014 16:00

Ritstjórinn hélt ađ ekkert yrđi úr Amy Winehouse

Óbirt viđtal frá árinu 2004 viđ Amy Winehouse hefur skotiđ upp kollinum. Meira
Tónlist 23. júl. 2014 15:30

Lana Del Rey hefur sofiđ hjá fullt af mönnum í tónlistarbransanum

Söngkonan lét ţessi ummćli falla í viđtali viđ Complex Magazine. Meira
Tónlist 23. júl. 2014 14:30

Nýtt myndband frá Robert the Roommate

Myndbandiđ er ţađ fyrsta sem ađ sveitin sendir frá sér og er tekiđ upp í suđur Svíţjóđ. Meira
Tónlist 23. júl. 2014 10:30

Tekur sér pásu frá plötuútgáfu

Friđrik Dór Jónsson vinnur ţó í nýju efni međ StopWaitGo og Ólafi Arnalds. Meira
Tónlist 22. júl. 2014 09:00

Grípur ţrisvar sinnum í píkuna á sér í hverju setti

Steiney Skúladóttir er nýjasti međlimur rappsveitarinnar Reykjavíkurdćtra. Meira
Tónlist 21. júl. 2014 16:00

Nýtt lag frá Valdimar

Lćt ţađ duga er af ţriđju breiđskífu sveitarinnar sem kemur í verslanir í október. Meira
Tónlist 20. júl. 2014 18:33

Beyoncé međ lag í Fifty Shades of Grey

Stríđir ađdáendum á Instagram. Meira
Tónlist 20. júl. 2014 13:37

Rífandi stemning á maraţontónleikum

Tónlistarhátíđin KEXPORT haldin í ţriđja sinn. Meira
Tónlist 19. júl. 2014 14:00

Tékkar elska Ásgeir Trausta

Fćr glimrandi dóma ţar í landi. Meira
Tónlist 19. júl. 2014 13:00

Tónleikar á sérstökum stöđum

Baunagrasiđ á Bíldudal er lítil og vćn tónlistarhátíđ. Meira
Tónlist 19. júl. 2014 11:00

„Ţađ verđur gaman ađ sjá hvernig viđ förum ađ ţessu“

Natalie G. Gunnarsdóttir, betur ţekkt sem DJ Yamaho, ţeytir skífum í kvöld ásamt Zebra Katz. Meira
Tónlist 18. júl. 2014 16:30

Fimm heitustu, íslensku sumarsmellirnir

Gírađu ţig upp fyrir helgina međ ţessum lögum. Meira
Tónlist 18. júl. 2014 12:30

Spilar međ gítarleikara Genesis

Gulli Briem og Steve Hackett, gítarleikari Genesis, leika saman á ţrennum tónleikum í Ungverjalandi í mánuđinum ásamt stórri hljómsveit. Meira
Tónlist 18. júl. 2014 11:30

The Charlies hvergi nćrri hćtt

"Nei, ţađ var veriđ ađ spyrja mig ađ ţví nýlega. Viđ erum enn ţá hérna saman úti,“ segir Alma Goodman. Meira
Tónlist 17. júl. 2014 20:00

Beyoncé međ flestar tilnefningar til VMA

Iggy Azalea og Eminem međ sjö. Meira
Tónlist 17. júl. 2014 10:00

Frumflutningur á Vísi: Samdi lag á hjóli á leiđinni heim

Söngkonan Kristín Stefánsdóttir frumflytur nýtt lag, Both Feet on the Ground. Meira
Tónlist 16. júl. 2014 15:00

Adele á tónleikaferđalag á nćsta ári

Nýja platan heitir 25. Meira
Tónlist 15. júl. 2014 15:30

Blink 182 vinnur ađ nýrri plötu

Bandaríska rokktríóiđ hefur ekki gefiđ út breiđskífu síđan áriđ 2011 og er međ mörg járn í eldinum. Meira
Tónlist 15. júl. 2014 15:00

Órafmagnađur Ásgeir Trausti

Ásgeir Trausti og Júlíus Ađalsteinn Róbertsson fluttu lagiđ Going Home fyrir utan tónlistarhúsiđ Botanique í Brussel á dögunum Meira
Tónlist 15. júl. 2014 14:30

Anne Hathaway og Kristen Stewart í dragi

Anne Hathaway, Kristen Stewart og Brie Larson koma fyrir í nýjasta tónlistarmyndbandi Jenny Lewis, Just One Of The Guys. Meira
Tónlist 15. júl. 2014 13:13

„Myndbandiđ er einskonar óđur til tíunda áratugarins“

Rappsveitin Úlfur Úlfur gaf nýveriđ út tónlistarmyndband viđ lagiđ Tarantúlur. Meira

Tarot

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Lífiđ / Tónlist / Vinsćlasta hljómsveit Íslands
Fara efst