Innlent

Vinnuslysum hjá konum farið fjölgandi undanfarin ár

Ásgeir Erlendsson skrifar
Neyðarsvalirnar þaðan sem konan féll.
Neyðarsvalirnar þaðan sem konan féll. Vísir
Frumniðurstaða Vinnueftirlitsins á alvarlegu vinnuslysi á Selfossi í vikunni, þar sem ung kona lamaðist, bendir til að fallvarnir hafi ekki verið fullnægjandi. Forstjóri eftirlitsins segir vinnuslysum fara fjölgandi á Íslandi.

Vinnueftirlitið hefur í vikunni rannsakað alvarlegt vinnuslys sem varð við Austurveg 38 á mánudag þar sem ung kona af þriðju hæðmeðþeim afleiðingum að hún hlaut mænuskaða og lamaðist.

Frumniðurstaða vinnueftirlitsins bendir til aðöryggisatriðum hafi veriðábótavant á staðnum.

Bakhlið hússins við Austurveg 38.
„Það liggur fyrir sú meginniðurstaða að fallvarnir voru ekki fullnægjandi viðþennan neyðarútgang eða þessa neyðarleið sem þarna er. Í kringum öll op eiga að vera fallvarnir, þar eiga að vera girðingar eða lokanir sem tryggja að menn geta ekki fallið niður um meðþessum hætti,“ segir Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins.

Með bættum efnahagshorfum fari vinnuslysum nú fjölgandi hér á landi.

„Vinnuslysum hefur farið fjölgandi á ný en af því aðþað var kona sem átti þarna hlut að máli þá get ég sagt það að vinnuslysum kvenna hefur farið fjölgandi og aðþar varð ekki sú fækkun í hruninu sem varð hjá körlum.“

Meiri umræðu þurfi um vinnuslys áÍslandi og markmiðiðætti að vera aðútrýma öllum slíkum slysum

„Við trúum á það að í framtíðinni horfi menn til þess að vinnustaðir séu slysalausir og það eru nokkur fyrirtæki komin með það í sína stefnu að þeir séu slysalausir vinnustaðir.“

 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×