Innlent

Vinnumat framhaldsskólakennara fellt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Kjarasamningar félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum eru lausir frá og með deginum í dag. Nýtt vinnumat var í dag fellt og því kemur ekki til þeirra launahækkana sem framundan voru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands.

Allsherjar atkvæðagreiðslu um nýtt vinnumat lauk í dag. Framhaldsskólakennarar í ríkisreknum framhaldsskólum og Tækniskólanum felldu tillögur um nýtt vinnumat en það var samþykkt í Verzlunarskóla Íslands og Menntaskóla Borgarfjarðar. Atkvæðagreiðslan hófst síðasta mánudag.

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður atkvæðagreiðslunnar:

Ríkisreknir framhaldsskólar:

Á kjörskrá: 1.566

Atkvæði greiddu 1.269 eða 81,0%

Já sögðu 560 eða 44,1%

Nei sögðu 672 eða 53,0%

Auðir seðlar voru 37 eða 2,9%

Atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat fór samhliða fram í Tækniskólanum, Verzlunarskóla Íslands og Framhaldsskóla Borgarfjarðar.

Tækniskólinn:

Á kjörskrá: 163

Atkvæði greiddu 138 eða 84,7%

Já sögðu 23 eða 16,7%

Nei sögðu 115 eða 83,3%

Auðir seðlar voru 0

Verzlunarskóli Íslands:

Á kjörskrá: 86

Atkvæði greiddu 62 eða 72,1%

Já sögðu 54 eða 87,1%

Nei sögðu 6 eða 9,7%

Auðir seðlar voru 2 eða 3,2%

Menntaskóli Borgarfjarðar:

Á kjörskrá: 11

Atkvæði greiddu 11 eða 100%

Já sögðu 10 eða 90,9%

Nei sagði 1 eða 9,1%


Tengdar fréttir

Vinnumatið ógurlega

Fyrir liggur atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat kennara samhliða launahækkunum. Að sumu leyti eru áherslur matskerfisins góðar, til að mynda er jákvæð hugmynd að umbuna frekar kennurum sem þurfa að búa við afar stóra nemendahópa.

Samkomulag um nýtt vinnumat

Fulltrúar Kennarasambands Íslands og samninganefndar ríkisins undirrituðu í fyrradag samkomulag um nýtt vinnumat félagsmanna í framhaldsskólum.

Klofningur meðal framhaldsskólakennara

Klofningur er í stjórn Félags framhaldsskólakennara um nýtt vinnumat sem greidd verða atkvæði um í næstu viku. Verði vinnumatið fellt verða kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×