Innlent

Vinnueftirlitið stöðvar vinnu í Urðarhvarfi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Anton Brink
Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu við Urðarhvarf 6 í Kópavogi þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin.

Öll vinna við svalir á 9. hæð hússins þar sem verið var að skipta út flísum var bönnuð, sem og vinna í stigum á neyðarsvölum hússins þar sem ekki hafði verið komið fyrir fullnægjandi fallvörnum til að koma í veg fyrir hugsanlegt fall starfsmanna.

Þetta kom í ljós við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á vinnustaðinn í dag. Ekki má hefja vinnu fyrr en búið er að tryggja öryggi starfsmanna við verkið og Vinnueftirlitið hefur leyft vinnu þar á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×