MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 06:00

Ferđalöngum reglulega meinuđ för vestur

FRÉTTIR

Vinnslustöđin í Vestmannaeyjum fćr ekki hálfan milljarđ endurgreiddan frá ríkinu

 
Viđskipti innlent
18:38 25. JANÚAR 2016
Vinnslustöđin stefndi íslenska ríkinu í maí áriđ 2014 og fór fram á ađ fá rúmar 500 milljónir króna endurgreiddar.
Vinnslustöđin stefndi íslenska ríkinu í maí áriđ 2014 og fór fram á ađ fá rúmar 500 milljónir króna endurgreiddar. VÍSIR/ÓSKAR

Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af kröfu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum um að sérstakt veiðigjald yrði dæmt ólöglegt. Vinnslustöðin stefndi ríkinu í maí árið 2014 og fór fram á að fá rúmar 500 milljónir króna endurgreiddar.

Vinnslustöðin, sem gerir bæði út fiskiskip og fiskvinnslu, greiddi 704 milljónir króna í veiðigjald fyrir fiskveiðiárið 2012-2013. Þar af nam sérstakt veiðigjald 516 milljónum. Fyrirtækið krafðist þess að fá gjaldið endurgreitt á þeirri forsendu að það stangist á við ófrávíkjanleg ákvæði í stjórnarskránni.

„Við teljum að álagningarreglurnar og aðferðin við skattheimtuna sé andstæð stjórnarskránni og reyndar sé skattlagningin svo stórfelld að hún feli í reynd í sér eignaupptöku sem er andstæð stjórnarskránni,“ sagði Ragnar H. Hall, lögmaður Vinnslustöðvarinnar, í viðtali við Vísi stuttu eftir þingfestingu málsins. Sagði hann jafnframt veiðigjaldið skattheimtu sem ætti sér engin fordæmi í íslenskri skattasögu.

Sérstakt veiðigjald var í fyrsta sinn lagt á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fiskveiðiárið 2012-2013. Á því tímabili greiddu fyrirtækin 12,7 milljarða króna í veiðigjöld, þar af um átta milljarða vegna sérstaka veiðigjaldsins.

Alþingi samþykkti svo árið 2013 frumvarp sjávarútvegsráðherra um talsverða lækkun veiðigjalda og eftir lagabreytingar í fyrra skiptast veiðigjöld ekki lengur í almennt og sérstakt veiðigjald.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Vinnslustöđin í Vestmannaeyjum fćr ekki hálfan milljarđ endurgreiddan frá ríkinu
Fara efst