Lífið

Vinna að veglegri bjórbók

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og kennari í Bjórskólanum.
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og kennari í Bjórskólanum.
Nú er íslensk bjórhandbók í bígerð eftir tvo kennara Bjórskólans, þá Höskuld Sæmundsson og Stefán Pálsson.

„Við ákváðum að reyna að festa sitt hvað um þessa þekkingu á blað og semja veglega bók um bjórinn, helstu bjórtegundir og stíla,“ segir Stefán en að hans sögn hafa einungis tvær bækur komið út á íslensku um bjór.

En hver er uppáhaldsbjór Stefáns? „Ég myndi nú segja að það væri belgíski bjórinn Chimay sem blessunarlega hefur verið talsvert fáanlegur í Ríkinu.

Hann er bruggaður af belgískum munkum þannig að ég varð mjög kátur þegar ég frétti að það væri verið að skipuleggja almennilegt munkaklaustur hér á landi. Ég sé sóknarfæri,“ segir Stefán og hlær. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×