Innlent

Vinna á lokametrunum: Kjarasamningar VR gætu klárast í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.
Nýjir kjarasamningar VR, Flóabandalagsins, LÍV og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins gætu mögulega verið undirritaðir síðdegis í dag. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að einungis eigi eftir að klára nokkrar bókanir varðandi ýmsa þætti sem snúa að samningnum.

„Það eru einhverjar sex bókanir, við erum búin með einhverjar þrjár,“ segir Ólafía. „Markmiðið okkar er að klára bókanirnar í dag, en það er ýmislegt sem þarf að ganga eftir til þess að það megi vera.“

Samningafundur hefst nú klukkan níu. Ólafía segir vinnu við samningsgerð á lokametrunum og að það muni skýrast eftir hádegi hvort að það náist að undirrita nýju samningana í dag.

„Það á bara eftir að taka síðustu skrefin,“ segir hún. „En þetta er aldrei búið fyrr en það er búið að hnýta alla hnúta og þá fyrst er hægt að segja hvort það sé verið að fara að skrifa undir.“


Tengdar fréttir

Gætu skrifað undir á næstu dögum

VR, Flóabandalagið og LÍV eru nálægt því að ljúka samningum við SA. Formaður VR segir undirritun geta farið fram á næstu dögum ef lokafrágangur gengur vel. Verkföllum SGS hefur verið frestað um sex daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×