Lífið

Vinir Dóra í jólaskapi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vinir Dóra í Laufási.
Vinir Dóra í Laufási. Vísir/GVA
Vinir Dóra heitir hlaupahópur undir stjórn Halldórs Bergmann sem hefur verið starfræktur í 17 ár. Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, fylgdi hópnum í árlega hlaupaferð hans, eldsnemma á föstudagsmorgun þar sem hlaupahópur úr Mosfellsbæ, var með í för.

Dansað í kringum jólatréð.

Hlaupið var frá Vesturbæjarlaug, upp Skólavörðuholtið og stoppað var á nokkrum stöðum á leiðinni. Þeirra á meðal var Laufás við Laufásveg þar sem þau nutu veitinga, komu við á Hótel Frónt þar sem þau nærðu sig enn frekar og svo aftur á Hótel Borg.

Að lokum var dansað í kringum jólatréð á Austurvelli áður en ferðinni lauk á heimavelli, í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni þar sem Müllers-æfingar voru teknar og kaffi og konfekt var á boðstólnum.

Nutu allir með bros á vör í svartasta skammdeginu.

Skokkað var niður Laugaveginn.Vísir/GVA
Heitt var á könnunni á Hótel Frón.Vísir/GVA
Dansað í kringum jólatréð á Austurvelli.Vísir/GVA
Jólasveinninn var aldrei langt undan.Vísir/GVA
Müllers-æfingar undir stjórn Dóra á bakkanum við Vesturbæjarlaug.Vísir/GVA
Hópurinn glaði eftir skokkið góða.Vísir/GVA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×