Erlent

Vini Pútíns falið að byggja brú til Krímskaga

Atli Ísleifsson skrifar
Arkady Rotenberg er æskuvinur og júdófélagi Pútíns Rússlandsforseta.
Arkady Rotenberg er æskuvinur og júdófélagi Pútíns Rússlandsforseta. Vísir/AP
Samningur um byggingu brúar sem tengir Krímskaga við Rússland hefur fallið í hendur félags í meirihlutaeigu vinar Vladimírs Pútín Rússlandsforseta.

Rússneska ríkið gerði samninginn við SGM Group og hljóðar hann upp á um 400 milljarða króna.

Félagið er að stærstum hluta í eigu Arkady Rotenberg, æskuvinar og júdófélaga Pútíns forseta, en hingað til hefur félagið að mestu einbeitt sér að lagningu gasleiðslna.

Brúin verður lögð yfir Kerch-sundið og mun tengja Rússland við austurhluta Krímskaga sem Rússar innlimuðu fyrir tæpu ári.

Enn er óljóst hvar brúin verður nákvæmlega lögð yfir sundið sem þýðir að hún verður einhvers staðar á bilinu fjögurra og fimmtán kílómetra löng.

Vonast er til að brúin verði tilbúin árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×