Lífið

Vine-stjarna segir HIV hommasjúkdóm

Nash Grier sést hér til vinstri ásamt félaga sínum Jarome Jarre. Þeir gerðu allt vitlaust í Smáralind fyrr á árinu.
Nash Grier sést hér til vinstri ásamt félaga sínum Jarome Jarre. Þeir gerðu allt vitlaust í Smáralind fyrr á árinu.
Vine-stjarnan og Íslandsvinurinn, ef svo mætti kalla hann, Nash Grier gerði allt vitlaust í nýju Vine-myndskeiði sínu en þar segir drengurinn að kynsjúkdómurinn HIV sé einungis að finna á meðal samkynhneigðra karlmanna.

Myndskeiðið hefst á klippu af fornvarnarmyndbandi fyrir HIV, þar sem meðal annars er bent á að kynsjúkdómurinn sé ekki einungis bundinn samkynheigðum. Þá klippir Grier á myndskeiðið og kemur sínum skilaboðum rækilega á framfæri.

Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Grier kemst í hann krappann á samfélagsmiðlum en áður en hann varð þekktur lét hann ýmsar fordómafullar athugasemdir í garð samkynhneigðra falla á Twitter. Þá birti hann einnig myndband á Youtube þar sem hann sagði að líkamshár kvenna væru ógeðsleg og að þau ætti að raka af.

Vine-myndskeið Grier var ekki lengi að rata í heimspressuna en hann eyddi myndskeiðinu stuttu síðar. Youtube-stjarna að nafni Tyler Oakley var þó með hraðar hendur og náði að vista myndskeiðið og birti það á Twitter-síðu sinni.

Grier var í slagtogi með Jerome Jarre þegar þeir komu hingað til lands í janúar. Þeir létu fylgjendur sína á Vine vita að þeir yrðu í Smáralind um klukkan fjögur hinn 5. janúar og myndaðist gríðarlegt öngþveiti í verslunarmiðstöðinni þegar fjöldi ungmenna safnaðist þar saman og slösuðust meðal annars nokkur börn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×