Innlent

Vindurinn að fara úr veðrinu á Suðvesturhorninu en bætir í snjó

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld og því geta þessir krakkar haldið áfram snjókarlagerð þegar þau koma heim úr skólanum.
Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld og því geta þessir krakkar haldið áfram snjókarlagerð þegar þau koma heim úr skólanum. Vísir/Vilhelm
Vindurinn virðist vera farinn úr veðrinu en óveðrið sem Veðurstofan og lögregluembætti höfðu varað við virðist vera búið að ná hámarki. Lögreglan hefur þakkað fólki fyrir að fara að fyrirmælum og fara ekki út í umferðina á illa búnum bílum eða að óþörfu.

Þessir krakkar létu veðrið ekki á sig fá.Vísir/Vilhelm
„Það er aðeins farið að lægja á Suðurnesjunum og Reykjanesbraut annars er hann heldur farinn að bæta í fyrir norðan og austan,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er svona úrkomusvæðið sem er að fara yfir Norðausturlandið í dag með þessum hvelli.“

Þó að vindinn sé farinn að lægja á Suðvesturhorni landsins má enn gera ráð fyrir að snjór falli á svæðinu fram á kvöld. Mokstur hefur hins vegar gengið vel, þar sem tiltölulega lítið hefur verið um fasta bíla á stofnbrautum, og er ekki að gera ráð fyrir öðru en að umferð gangi vel seinni partinn.

„Þetta kemur við í öllum landshlutum og þó það sé búið að lægja hérna á Suðvesturlandi mun áfram snjóa og bæta í snjókomuna ef eitthvað er,“ segir Þorsteinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×