Fótbolti

Vincent Tan og Magic Johnson kaupa lið í MLS-deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Visir/Getty
Vincent Tan, eigandi velska liðsins Cardiff City, og körfuboltastjarnan Magic Johnson eru í hópi fjárfesta sem koma að stofnun nýs knattspyrnufélags í bandarísku MLS-deildinni.

Félagið heitir Los Angeles Football Club og fær inngöngu í MLS-deildina tímabilið 2017. Meðal annarra fjárfesta í félaginu eru Ruben Gnanalingham, einn eiganda QPR, og Mia Hamm, fyrrum leikmaður bandaríska kvennalandsliðsins.

„Við höfum trú á því að þetta félag geti orðið þekkt um allan heim,“ sagði Henry Nguyen, einn forráðamanna nýja félagsins.

Tan, sem einnig á FK Sarajevo í Bosníu, sagði við fréttastofu BBC að hann væri aðeins minnihlutaeigandi í nýja félaginu. „Ég trúi því að það muni reynast skynsamlegt að fjárfesta í MLS-deildinni.“

Johnson og Tan eru í hópi fjölmargra fjárfesta í nýja félaginu en lesa má nánar um stofnun nýja félagsins á heimasíðu MLS-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×