Lífið samstarf

Viltu 90 sekúndur í VILA

Helena klæddi sig í 12 flíkur á 90 sekúndum.
Helena klæddi sig í 12 flíkur á 90 sekúndum.
VILA í samstarfi við K100 var með skemmtilegan leik nú fyrir stuttu þar sem heppnir þátttakendur gátu unnið 90 fríar sekúndur í VILA Smáralind.

Tæplega tvöþúsund konur skráðu sig til leiks enda til mikils að vinna þar sem vinningshafinn mátti eiga allt sem hann náði að klæða sig í á þessari einu og hálfu mínútu.

Helena Konráðsdóttir og Margrét Silja voru dregnar út í leiknum “Viltu 90 sekúndur í VILA”.

Verslunin var rýmd og fengu stelpurnar smá tíma til þess að skoða úrvalið áður en keppnin hófst. Hvor um sig fékk 90 sekúndur til þess að klæða sig í eins mikið af fötum og mögulegt var og sú sem náði fleiri flíkum stóð uppi sem sigurvegari.

Helena bar sigur úr bítum og náði að klæða sig í 12 flíkur að verðmæti 121.760 krónur. Vel gert! 

En það fer enginn tómhentur heim úr VILA og fékk Margrét Silja 30 þúsund króna gjafabréf fyrir að standa sig frábærlega enda náði hún að klæða sig í samtals níu flíkur á 90 sekúndum.

Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð og viðskiptavinir hvöttu þær áfram.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða myndband af keppninni og skoðað myndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×