Lífið

Vilt þú verða The Color Run dansari?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr The Color Run sem fram fór í París um helgina.
Úr The Color Run sem fram fór í París um helgina. vísir/getty
Dansunnendum stendur til boða að taka þátt í The Color Run litahlaupinu sem dansarar. Aðstandendur The Color Run eru að leita að skemmtilegu fólki til að taka þátt í að skapa gleðina í hlaupinu sem fram fer í Reykjavík í sumar og bjóða fólki að mæta í dansprufu í Sporthúsinu, sunnudaginn 26. apríl kl. 14.00.

„Mér finnst það mjög spennandi spennandi og gaman að taka þátt í þessu verkefni,“ segir danshöfundurinn Yesmine Olsson sem stýra mun dansprufunum og þjálfar dansarana fyrir hlaupið.

„Þetta er æðislegt tækifæri fyrir dansáhugamenn að taka þátt í skemmtilegum viðburði og láta ljós sitt skína. Við endamark hlaupsins verður stórt svið og að loknu hlaupi þá safnast hlauparar saman þar í mikilli dansgleði undir tónlist og litapúðursbombum. Á sviðinu verða dansararnir sem við ætlum að velja til að halda uppi stemningunni ásamt kynnum hlaupsins og plötusnúði.“

Áhugasamir dansarar eru beðnir um að boða komu sína með því að senda tölvupóst á island@thecolorrun.com þar sem fram koma upplýsingar um nafn, aldur, síma, tölvupóst og smá upplýsingar um dansreynslu ef einhver er. Það er ekki gerð krafa um reynslu og allir hafa jafnt tækifæri á að vera með. Skilyrði er að viðkomandi sé orðinn 18 ára.

Hér fyrir neðan má svo sjá myndband frá hlaupi sem fram fór í Philadelpia fyrir þremur árum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×