SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Villtur fíll gekk berserksgang í Indlandi

 
Erlent
22:09 10. FEBRÚAR 2016
Fíllinn hafđi týnt hjörđ sinni, villst og hafnađ í Siliguri.
Fíllinn hafđi týnt hjörđ sinni, villst og hafnađ í Siliguri. VÍSIR/AFP

Fíll gekk berserksgang í indverska bænum Siliguri í vesturhluta landsins fyrr í dag.

Binay Krishna Barman, ráðherra í Vestur-Bengalhéraði, segir að fíllinn hafi unnið skemmdir á einhver hundruð heimila, verslana og annarra bygginga.

„Fíllinn hafði týnt hjörð sinni, villst og hafnað í Siliguri. Hann olli hræðsluuppþoti í borginni í nærri fimm klukkustundir,“ segir ráðherrann í samtali við AFP.


Villtur fíll gekk berserksgang í Indlandi
VÍSIR/AFP

Íbúar köstuðu steinum og öðru lauslegu í fílinn og reyndi þannig að reka hann á brott.

Að lokum tókst starfsmönnum yfirvalda að skjóta dýrið með deyfibyssu. Hann var svo fluttur aftur inn í frumskóginn.

Siliguri er um 600 kílómetrum norður af Kalkútta. Mikið er um fíla í fjallahéraðinu Darjeeling skammt frá og kemur stundum fyrir að fílar verði fyrir lest þegar þeir standa á teinunum.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Villtur fíll gekk berserksgang í Indlandi
Fara efst