Innlent

Villikettir verði aflífaðir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt tillögu um að farið verði í átak til að fækka villiköttum í þéttbýlinu í sveitarfélaginu. Tillagan var tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi í dag að því er RÚV greinir frá.

„Það verða settar út gildrur, kettirnir fangaðir og geymdir í dýrageymslu í ákveðinn tíma áður en þeir verða svo aflífaðir,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi í Fljótsdalshéraði, í samtali við Vísi.

Starfsmönnum bæjarins verður falið að birta auglýsingar þess efnis og gengið verður úr skugga um að ekki sé um heimilisketti að ræða.

Kettirnir halda sig að mestu leyti í iðnaðarhverfum og eru sagðir orðnir hálfgerð plága í bænum, en yfirskrift verkefnisins er: „Kattaplága, ósk um að gerðar verði útbætur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×