Innlent

Villandi að tala um velgjörð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björt Ólafsdóttir.
Björt Ólafsdóttir.
„Staðgöngumæðrun í velferðarskyni er villandi hugtak,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.

Hún ræddi boðað frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðarskyni á Alþingi í gær.

Björt sagði að það þyrfti að ræða siðferðilegu málin sem að baki lægju. „Við erum komin á þann stað með væntanlegu frumvarpi að líkt og maður gefur af sér af góðmennsku nýrað megi að sama skapi gera ráð fyrir að konur gefi afnot af legi sínu og líkama,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×