Viðskipti erlent

Villa olli því að hægt var að eyða öllum myndum af Facebook

ingvar haraldsson skrifar
Villa í hugbúnaði Facebook olli því að hver sem er gat eytt myndum annarra út af samfélagsmiðlinum.
Villa í hugbúnaði Facebook olli því að hver sem er gat eytt myndum annarra út af samfélagsmiðlinum. nordicphotos/afp
Villa í hugbúnaði Facebook olli því að hver sem er gat eytt myndum annarra út af samfélagsmiðlinum. The Verge greinir frá.

Laxman Muthiyah uppgötvaði villuna fyrir tilviljun og lét Facebook vita. Fyrirtækið brást snögglega við og lagaði villuna innan við tveimur klukkustundum eftir að ábendingin barst og greiddi Muthiyah 12.500 dollara fyrir ómakið, um 1,6 milljón íslenskra króna.

Villan var í forritunarkóða farsímaútgáfu Facebook. Hún fólst í að í stað þess að bara væri hægt að eyða eigin myndum og albúmum var hægt að eyða myndalbúmum hjá öðrum notendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×