Innlent

Vill vita laun nefndarmanna hjá borginni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir spyr um ýmsar nefndir.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir spyr um ýmsar nefndir. Mynd/Stöð 2
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir upplýsingum um það hvernig greiðslum sé háttað til þeirra sem sitja í tilteknum nefndum á vegum borgarinnar.



„Er aðeins verið að greiða fyrir fulltrúa sem hún skipar sjálf eða aðra líka?“ spyr Sveinbjörg. Meðal nefnda sem hún spyr um eru nefnd um afréttarmál í landnámi Ingólfs, úthlutunarnefnd barnabókaverðlauna, dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, ferlinefnd fatlaðra, samráðsnefnd um málefni aldraðra og stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×