Innlent

Vill vita hvort kynntir verði öryggisgallar rafrænna skilríkja

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. Vísir/Daníel
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um öryggi rafrænna skilríkja í eigu Auðkenni ehf.

Fyrirspurnin er í þremur liðum en þingkonan vill vita hvort farið hafi fram skipulagt mat á öryggi og hugsanlegum göllum skilríkjanna, sem fyrirtækið veiti gegn þóknun og voru gerð að skilyrði þess að samþykkja niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána.

Þá vill hún vita hvaða áform séu uppi um að kynna notendum skilríkjanna þá hugsanlegu öryggisgalla sem geti orðið til þess að óviðkomandi aðilar misnoti rafræn skilríki til að villa á sér heimildir í annarlegum tilgangi.

Að lokum óskar hún eftir að fá að vita hvaða opinberi aðili fari með eftirlit með rafrænum öryggismálum af því tagi sem rafræn skilríki nái yfir og hvaða sérfræðiþekkingu á rafrænu öryggi sé þar að finna. Svandís óskar eftir skriflegu svari frá Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×