Lífið

Vill vita allt um lopapeysuna

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Tengsl lopapeysunnar við íslenska arfleifð er meðal þess sem skoðað er.
Tengsl lopapeysunnar við íslenska arfleifð er meðal þess sem skoðað er. vísir/ernir
Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, vinnur að rannsóknarverkefni um uppruna, hönnun og þróun íslensku lopapeysunnar ásamt tengslum hennar við íslenska arfleifð.

Málþing verður haldið í Bókasafni Mosfellsbæjar á laugardaginn næstkomandi þar sem Ásdís mun greina frá verkefni sínu og kallar hún eftir upplýsingum frá almenningi. Óskar hún m.a. eftir peysum og ljósmyndum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×