Lífið

Vill vindvél á Alþingi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"Alþingi gæti margt af Júróvisjón lært til að komast inn í nútímann. Það mætti til dæmis fríska upp á ræður margra þingmanna með því að taka upp alls konar effekta einsog er notað með prýðilegum árangri í Júróvisjón. “
"Alþingi gæti margt af Júróvisjón lært til að komast inn í nútímann. Það mætti til dæmis fríska upp á ræður margra þingmanna með því að taka upp alls konar effekta einsog er notað með prýðilegum árangri í Júróvisjón. “ vísir/vilhelm
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, stakk upp á því á Facebook í kvöld að forseti Alþingis skoði það að festa kaup á vindvél á Alþingi, líkt og Grikkir notuðu í framlagi sínu í Eurovision í kvöld. Hún geti verið til þess fallin að fríska upp á ræður þingmanna og kæla þá niður, en efast þó um að það dugi til að „ná stjórn á þingmönnum eins og Jóni Gunnarssyni og Páli J. Pálssyni.“ Ískalt steypibað þurfi til þess.

Hann segir vindvélina góða leið fyrir Alþingi til að komast inn í nútímann. Menn eins og hann sjálfur, sem komi mæddir og krumpaðir í ræðustólinn, gætu ýtt á goluhnappinn og fengið frísklegt „wind-swept“ lúkk eins og gríska sönggyðjan í kvöld“.

Færslu Össurar má sjá hér fyrir neðan.

Þingið og JúróvisjónAlþingi gæti margt af Júróvisjón lært til að komast inn í nútímann. Það mætti til dæmis fríska upp...

Posted by Össur Skarphéðinsson on 23. maí 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×