Íslenski boltinn

Vill vera í toppstandi fyrir landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ingvar er eftirsóttur þessa dagana.
Ingvar er eftirsóttur þessa dagana. mynd/olimpik
„Það er ekki komið neitt tilboð frá þeim enn sem komið er en ég veit að þeir hafa áhuga á mér,“ segir besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar, Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar, en hann fór á kostum á ævintýralegu tímabili Garðbæinga.

Ingvar er staddur úti í Svíþjóð þar sem hann æfir með sænska úrvalsdeildarfélaginu Åtvidaberg sem er í leit að nýjum markverði. Þar mun hann æfa með liðinu í vikutíma.

„Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er lítið félag sem stendur sig vel. Þetta er mjög heimilislegur klúbbur, ekkert ólíkt Njarðvík,“ segir Ingvar léttur en hann er uppalinn hjá Njarðvík og kom þaðan í Garðabæinn.

Hann segist vita af áhuga fleiri félaga á sér en það sé lítið meira en þreifingar eins og staðan sé í dag.

Það er þó ein aðalástæða fyrir því að hann er að æfa í Svíþjóð. „Ég vil vera í toppstandi ef svo færi að ég yrði valinn í landsliðið fyrir næstu verkefni. Ég vonast til þess og ef það gerist þá verð ég klár. Það er mikil samkeppni. Ögmundur [Kristinsson] er farinn að spila þannig að maður verður að vera á tánum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×