Lífið

Vill taka íslenskan elskhuga með heim

Lentar á klakanum og slakar í rútunni
Lentar á klakanum og slakar í rútunni Vísir
Í kvöld munu sex heimsfrægar draggdrottningar leggja undir sig Gamla Bíó.

Um ræðir hóp sjálfs RuPaul, sem skaust fram á sjónarsviðið þegar hann í slagtogi við Elton John gerði lagið Don't Go Breaking My Heart ódauðlegt.

Sýningin RuPaul‘s Drag Race – Battle of the Seasons, er afsprengi vinsælla raunveruleikaþátta vestanhafs þar sem keppt er um titil bestu draggstjörnu Bandaríkjanna. Eru hér samankomnir sigurvegarar undanfarinna sex þáttaraða svo hæglega má gera ráð fyrir að gleðin verði alls ráðandi í kvöld.

„Við erum virkilega spenntar fyrir að koma til Íslands, enda hefur engin okkar komið hingað áður,“ segir Jinkx Monsoon, ein þeirra sem stíga á stokk.

Þær lofa mikilli stemningu og ætla sér að hrista rækilega upp í íslenskum áhorfendum. „Það þýðir ekkert að vera með neinn tepruskap, við ætlum að gera allt kolvitlaust,“ skýtur Sharon Needles að.

Allt fyrir ástina

„Ég er ógeðslega spennt fyrir þessu. Mig langar að finna ástina á Íslandi. Draumaprinsinn minn er örugglega þarna,“ segir Ivy Winters og skellihlær svo þegar blaðamaður spyr hvort víkingarnir heilli hana.

Drottningarnar hafa þó ekki úr miklum tíma að moða hér á landi en hafa einsett sér að mála bæinn rauðan eftir sýninguna. „Ég hef heyrt að næturlífið í Reykjavík sé hresst. Okkur langar að prófa það,“ segir Adore Delano.

Áður en þær hverfa aftur af landi brott á laugardag hefur hópurinn einnig einsett sér að kíkja í Bláa lónið. „Já, það er náttúrulega á leiðinni fyrir okkur, svo við reynum að kíkja allavega,“ segir Pandora Boxx að lokum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×