Innlent

Vill svör um söfnunarútsendingar RÚV

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ólína vill fá að vita hvaða kostnað Ríkisútvarpið hefur borið vegna söfnunarútsendinga síðustu fimm ára.
Ólína vill fá að vita hvaða kostnað Ríkisútvarpið hefur borið vegna söfnunarútsendinga síðustu fimm ára. Vísir / GVA
Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, vill vita hvaða reglur gilda hjá Ríkisútvarpinu um hvaða félagasamtök eigi kost á söfnunarútsendingu í sjónvarpinu. Þá vill hún fá yfirlit yfir hvaða góðgerðar- og mannúðarfélög hafi fengið slíkar safnanir hjá RÚV frá því að útsendingar hófust.

Þessara og fleiri spurninga spyr Ólína í skriflegri fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Í fyrirspurninni spyr hún líka hvaða sjónarmið hafi ráðið vali þeirra félagasamtaka sem fengið hafa söfnunarútsendingu hjá fyrirtækinu.

Ólína vill einnig að Illugi upplýsi hvaða kostnað Ríkisútvarpið hefur þurft að bera vegna söfnunarútsendinga á síðustu fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×