Erlent

Vill stöðva pólitísk morð

Samúel Karl Ólason skrifar
Vladimir Putin, forseti Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/EPA

Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir pólitísk morð í Rússlandi vera skammarleg og vill að þeim verði hætt. Þetta sagði forsetinn í ljósi morðsins á stjórnarandstæðingnum Boris Nemtsov og hann vill að aukin áhersla verði lögð á að leysa áberandi glæpi eins og þennan.

„Það er nauðsynlegt að losa Rússland við skömmina af harmleikum eins og þessum. Þá tala ég um morðið Boris Nemtsov á miðju höfuðborgarinnar,“ sagði Putin í sjónvarpsáhorfi.

Nemtsov var myrtur á föstudagskvöldið, en ekki liggur fyrir hvert tilefni morðsins var. Samkvæmt BBC þvertaka aðstoðarmenn Putin fyrir að hann hafi komið nálægt morðinu. Nemtsov sagði nýverið að hann óttaðist að Putin myndi koma honum fyrir kattarnef vegna andstöðu sinnar við átökin í Úkraínu.

Hann var skotinn fjórum sinnum í bakið þar sem hann var á göngu með kærustu sinni. Nemtsov var fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Þá hafði hann skipulagt mótmælagöngu í Moskvu gegn átökunum í Úkraínu.


Tengdar fréttir

Unnusta Nemtsov í varðhaldi

Anna Duritskaja, unnusta rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs sem var með honum þegar hann var myrtur á föstudag er í haldi lögreglu.

Fjöldi fólks við útförina

Boris Nemtsov var borinn til grafar í Moskvu í gær. Þúsundir manna voru við útförina. Kærasta hans sögð hafa fengið að fara til Úkraínu á mánudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×