Erlent

Vill skrá um ferðir fólks

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands.
Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands. vísir/epa
Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, vill að ríki innan Evrópusambandsins komi sér upp sameiginlegri skrá yfir alla sem ferðast inn eða út úr löndunum.

Þetta lagði hann til á lögregluráðstefnu í Berlín. Hann vill að þetta gerist hratt. Í síðasta lagi árið 2020 eigi þessi skrá að vera orðin að veruleika, að því er þýskir fjölmiðlar greina frá.

Til þess að af þessu verði þarf að tengja saman ólík gagnanet er varða innflytjendur, vegabréfsáritanir og lögregluupplýsingar.

Af þessu yrði gríðarlegur ávinningur hvað varðar öryggismál í álfunni, hafa þýskir fjölmiðlar eftir de Maiziere. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×