Lífið

Vill skipta á málverki og bíl

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Harpa Einarsdóttir er sniðug að bjarga sér.
Harpa Einarsdóttir er sniðug að bjarga sér.
Listakonan Harpa Einarsdóttir deyr svo sannarlega ekki ráðalaus. Hún birti mynd af forláta málverki eftir sjálfa sig á Facebook, sem hún hafði nýlokið við, en verkið er metið á um 450.000 krónur. Harpa segir verkið vera mjög góða fjárfestingu og mikla veggprýði.

Í skiptum fyrir málverkið óskar Harpa eftir notaðri bifreið, jeppling eða bíl, sem rúmar hundabúr. Áhugasamir geta snúið sér til Hörpu, enda um stórglæsilegt málverk að ræða. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×