Innlent

Vill sjá Urriðafossvirkjun sem fyrst

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Einar Haraldsson, bóndi á Urriðafoss í Flóahreppi, vill virkja Urriðafoss.
Einar Haraldsson, bóndi á Urriðafoss í Flóahreppi, vill virkja Urriðafoss. Vísir/Stöð 2
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á aðstöðu fyrir ferðamenn við Urriðafoss í Flóa en staðurinn er með vinsælustu ferðamannastöðum á Suðurlandi því þangað koma um 60 þúsund ferðamenn árlega. Urriðafossvirkjun er ein af virkjununum í Þjórsá sem talað er um að virkja, hinar eru Hvammsvirkjun og Holtavirkjun.

Mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa í Flóahreppi hvort eigi að virkja Urriðafoss eða ekki. Einar Haraldsson, bóndi á Urriðafossi er þó ekki í vafa um hvað hann vill gera, hann vill virkja sem fyrst.

„Já, ég er hlynntur virkjun vegna þess að ég álít að þetta sé það ódýr virkjunarkostur fyrir okkur að við getum hreinlega ekki horft fram hjá því. Enda mun umhverfi fossins ekkert breytast, aðeins minnka í honum vatnið á þeim tíma sem virkjunin er keyrð“, segir Einar.

En hverskonar virkjun yrði þetta?

„Rennslisvirkjun með litlu rennslismiðlunarlóni  ofan í vélarnar. Það yrðu engar framkvæmdir við fossinn, stíflað yrði langt fyrir ofan fossinn og affallsrör myndi veita vatni fram hjá fossinum niður fyrir fossinn,“ bætir Einar við og segir að Urriðafossvirkjun myndi framleiða helling af rafmagni.


Tengdar fréttir

Átta virkjanakostir í nýtingarflokk

Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar.

Efast um lögmæti tillögu um virkjanakosti

Ekki var hægt að skipa faghópa í haust til að hefja matsvinnu á fimm virkjunarkostum í biðflokki rammaáætlunar. Atvinnuveganefnd vill færa þessa sömu kosti úr bið- í nýtingarflokk án aðkomu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Formaður efast um lögmæti þeirrar aðgerðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×