Innlent

Vill minnisvarða um fórnarlömb Halaveðursins

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sjómenn úr Hafnarfirði voru meðal þeirra sem fórust í Halaveðtinu.
Sjómenn úr Hafnarfirði voru meðal þeirra sem fórust í Halaveðtinu. Fréttablaðið/Stefán
Bæjarminjavörður í Hafnarfirði hefur nú til skoðunar tillögu Erlends Eysteinssonar um að reistur verði veglegur minnisvarði í bænum í minningu þeirra sjómanna sem fórust í Halaveðrinu 1925.

„Það var gríðarleg blóðtaka og áfall fyrir margar fjölskyldur og börn að missa föður sinn og fyrirvinnu í þessu óveðri,“ skrifar Erlendur til bæjaryfirvalda. Eysteinn segir Halaveðrið hafa verið illviðri sem brast skyndilega á og geisaði á Halamiðum út af Vestfjörðum 7. og 8. febrúar 1925. Þar fórust togararnir Leifur heppni og Fieldmarshal Robertson með samtals 69 mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×