Innlent

Vill lögreglurannsókn á vondum bókarskrifum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Baldvin Baldvinsson er ekki par hrifinn af Sögu Akraness.
Páll Baldvin Baldvinsson er ekki par hrifinn af Sögu Akraness.
Bókin Saga Akraness, 1. bindi, fær vægast sagt skelfilega útreið í bókargagnrýni Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttatímanum í dag. Bókin hefur hingað til verið þekktust fyrir það að vera dýr í útgáfu en hún kostaði yfir 100 milljónir króna.

„Bókin er merkilegt sönnunargagn um lágt siðferðisstig íslenskrar bókaútgáfu og ætti að verða fyrsta verk sýslumannsins á svæðinu að gera eintök bæjarstjórnarinnar á Akranesi upptæk í svo stóru þjófnaðarmáli. Er ekki lögregla á Akranesi?," spyr Páll Baldvin í gagnrýni sinni.

Þá segir Páll Baldvin að höfundur og útgefandi þverbrjóti reglur um myndrétt, elti uppi myndir og afriti í mislitlum gæðum af vef og úr bókum. Höfundar bókarinnar segi þó sjálfir: „Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti ..." en steli sjálfir ótæpilega sem skili sér í illa unnu myndefni, muskulegum eftirtökum, svo grófkvörðuðum að mynd eftir mynd sé ónýt í prentun.

Einnig sakar Páll Baldvin höfund bókarinnar um slælega heimildavinnu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×