Erlent

Vill láta banna heimagistingu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Heimagisting í Ósló veldur þeim sem vilja búa í borginni vandræðum.
Heimagisting í Ósló veldur þeim sem vilja búa í borginni vandræðum. Vísir/AFP
Norskur þingmaður, Jan Bøhler, vill að heimagisting verði bönnuð í miðbæ Óslóar. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segir þingmaðurinn að íbúðir þar eigi ekki að vera tekjulind fyrir þá sem eiga fleiri en eina íbúð.

Bøhler, sem er þingmaður Verkamannaflokksins, bendir á að allt að 40 prósent íbúða í Ósló séu keypt af einstaklingum sem ekki ætli að búa þar sjálfir heldur leigja þær út, til dæmis á Airbnb. Það leiði til þess að þeir sem þurfi íbúðarhúsnæði í Ósló lendi í miklum vandræðum. 

Þingmaðurinn segir um atvinnustarfsemi að ræða þegar fólk kaupir íbúðir til að leigja þær út í gegnum Airbnb eða aðrar heimagistingarsíður. Atvinnustarfsemi eigi ekki að vera í íbúðarhverfum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×