Erlent

Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/Getty
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump segir að hann vilji að innflytjendur í Bandaríkjunum verði kannaðir gaumgæfilega. Próf verði lagt fyrir innflytjendur til að sýna fram á að þeir styðji við vestræn gildi eins og trúfrelsi. Trump fór yfir utanríkisstefnu sína í ræðu í Ohio í kvöld þar sem hann sagði einnig að ríkisborgurum ákveðinna ríkja yrði ekki hleypt til Bandaríkjanna. Hann tók þó ekki fram hvaða ríki um væri að ræða.

Upphaflega í byrjun kosningabaráttu Trump lagði hann til að öllum múslimum yrði bannað að koma til Bandaríkjanna en nú hefur hann breytt því yfir í að banna innflytjendur og ferðamenn frá ákveðnum ríkjum. Hann sagði að innanríkisráðuneytið og aðrar stofnanir myndu taka ákvörðun um hvaða ríki yrði að ræða.

Trump dró einnig í land varðandi fyrri ummæli sín um Atlantshafsbandalagið og sagði að ríkisstjórn hans myndi starfa með bandamönnum þeirra í NATO að útrýmingu Íslamska ríkisins. Hann sagðist ekki lengur telja að NATO væri úr sér gengið.

Þá myndi hann stofna sérstaka nefnd sem ætti að rannsaka hryðjuverk og að fangelsinu í Guantanamoflóa yrði haldið opnu. 

Trump um innflytjendamál. Ræðuna í heild sinni má sjá hér. Trump byrjar að tala eftir 35 mínútur. Um baráttuna gegn hryðjuverkum.

Tengdar fréttir

Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS

Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS.

Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump

Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×