Erlent

Vill iPhone 6 í skiptum fyrir systur sína

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Apple kynnti iPhone 6 í síðustu viku.
Apple kynnti iPhone 6 í síðustu viku. Vísir/Getty
Maður frá Sádí-Arabíu hefur beðið unnusta systur sinnar um iPhone 6 ef hann ætlar sér að fá að giftast henni. Bróðir konunnar vill að unnustinn gefi sér símann um leið og hann kemur í búðir í Sádí Arabíu, sem mund.

Miðillinn Gulf News og breski miðillinn The Independent greina frá málinu og vitna í vefsíðu fréttastofunnar Al Anba, frá Kúveit.

Í viðbót við snjallsímann, sem Apple kynnti í síðustu viku, þarf unnustinn að greiða föður stúlkunnar peningaupphæð, en segir í frétt Gulf News að sú upphæð sé ekki veruleg. Þar kemur einnig fram að mundir, gjald sem maður þarf að greiða fjölskyldu konu sem hann ætli sér að giftast,eigi sér sterkan sess í menningu margra ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs. Í fréttinni kemur einnig fram að yngri kynslóðir í Mið-Austurlöndum reyni markvisst að draga úr kröfum um dýrar gjafir af þessu tagi en eldri kynslóðirnar streitist á móti og vilji að gjafirnar verði áfram verðmætar.

Hinum nýja snjallsíma frá Apple hefur verið tekið mjög vel. Í frétt Forbes frá því í gær kemur fram að fjórar milljónir síma hafi voru pantaðar, víðsvegar um heiminn, fyrsta daginn sem hægt var að leggja inn pöntun. Engin sími frá Apple hefur selst eins vel í forpöntunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×