Erlent

Vill flóttamenn til Grænlands

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Steve Olsvig Sandgreen, formaður ungliðahreyfingar grænlenska jafnaðarmannaflokksins, Siumut, segir að Grænland þurfi að sýna ábyrgð og byrja að taka á móti flóttamönnum.

Hann tekur fram að Grænlendingar glími við vandamál í sínu eigin landi en það geri allar þjóðir. Sýna þurfi samúð og hjálpa þeim sem verr eru staddir.

Slík tillaga hefur áður verið borin fram á Grænlandi en fyrrverandi stjórnvöld höfnuðu henni.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×